1. Help Center
  2. Sérfræðingur - Íslenskar leiðbeiningar

Hvernig skal setja upp dagatalið þitt

Stilltu dagatalið fyrir þína skjólstæðinga og tryggðu að það sýni rétta lausa tíma með því að fylgja skrefunum hér fyrir neðan.

Opnaðu dagatalið

Byrjaðu á að fara í stillingar og ýttu svo á dagatal vinstra megin í stikunni

Screenshot 2023-03-13 at 14.03.57

Skrunaðu niður í bókunarstillingar og ýtti á blýantinn í hægra horninu til að breyta stillingunum.

  1. Kveiktu á "sýna skjólstæðingum dagatal"
  2. Skilgreindu hvaða daga og tíma þú vilt hafa í boði
  3. Stilltu fyrirvara bókunar og bókunartímabil ef þörf krefur 

Screenshot 2023-03-13 at 14.06.04

Ef þú ert hluti af Velferðartorgi

Gakktu úr skugga að dagatalið þitt sé opið í bókunarstillingunum hjá þér eins og farið er í hér að ofan.

Hafðu kveikt á að dagatalið þitt sjáist með því að stilla það undir "aðgengi skjólstæðinga" svo viðskiptavinir getu bókað hjá þér þjónustu.

  1. Farðu í stillingar
  2. Aðgengi skjólstæðinga
  3. Hafðu kveikt á "Book a session on my Calendar"
  4. Það er einnig hægt að hafa kveikt á "Request Service from a clinic"

chrome-capture-2023-2-2

 

Tengdu Köru Connect dagatalið við Google eða Outlook dagatalið þitt.

Þú getur tengt Köru Connect dagatalið þitt við önnur dagatöl sem þú notar. Þú velur annað hvort þann möguleika að tengjast Google dagatali eða Outlook dagatali. 

Screenshot 2023-03-13 at 15.05.41

Þegar þú smellir á hlekkinn verður þú beðin/n að heimila tenginguna. Þegar þú hefur tengt munu allir þínir tímar í Köru birtast í þínu persónulega dagatali.