Í þessari grein er farið yfir það hvernig þú stillir dagatalið þitt svo það sýni rétta lausa tíma fyrir skjólstæðingana þín
Byrjaðu á því að opna stillingarnar
- Smelltu á nafnið þitt efst í hægra horni
- Smelltu á Stillingar
- Smelltu á Dagatal og sýnileikastillingar
Undir Sýnileiki getur þú stillt vinnutímann þinn með því að smella á Breyta takkann hægra megin á síðunni.
Veldu dagana og tímana sem henta þér. Þetta er aðeins sýnilegt fyrir þig og teymismeðlimi þína. Þú færð áminningu ef þú bókar tíma í dagatalið sem er utan þessa vinnutíma en það kemur ekki í veg fyrir að þú getir bókað tímann.
Ef þú ert hluti af Velferðartorgi
Bókunarstillingar:
Ef þú ert sérfræðingur á velferðartorgi þá þarf að huga að aðeins ítarlegri stillingum.
Byrjaðu á því að stilla bókunarstillingarnar, smelltu á Breyta takkann.
- Veldu hversu margar vikur fram í tímann sé hægt að bóka hjá þér, við mælum með 4 - 6 vikum þar sem það auðveldar skjólstæðingum að finna hjá þér lausan tíma.
- Veldu fyrirvara bókunar, við mælum með 24 tímum eða minna.
- Veldu biðfrest á milli bókana. Ef þig vantar smá tíma milli bókana getur þú valið hann hér.
- Tímalengdir bókana: veldu hvenær tímar byrja í dagatalinu hjá þér. Á myndinni að neðan er stillt á 15 mínútur og er þá alltaf hægt að bóka tímana á 15 mínútna fresti.
Sýnileiki á velferðartorgum:
Næst skaltu stilla sýnileika á velferðartorgum. Smelltu á Bæta við + takkann.
- Settu inn nafn á sýnileikastillingunum
- Veldu velferðartorg
- Veldu þjónustur sem skjólstæðingar eiga að geta bókað
- Veldu dagana og tímana sem eiga að vera bókanlegir
- Smelltu á Vista stillingar
💡Þú getur verið með margar mismunandi sýnileikastillingar milli velferðartorga þar sem þjónustur og dagar og tími geta verið mismunandi.
Tengdu Köru Connect dagatalið við Google eða Outlook dagatalið þitt
Þú getur tengt Köru Connect dagatalið þitt við önnur dagatöl sem þú notar. Þú velur annað hvort þann möguleika að tengjast Google dagatali eða Outlook dagatali.
Þegar þú smellir á hlekkinn verður þú beðin/n að heimila tenginguna. Þegar þú hefur tengt munu allir þínir tímar í Köru birtast í þínu persónulega dagatali.