Velferðartorg

Fylla út prófíl

Í þessari grein er farið yfir það hvernig sérfræðingur fyllir út prófílinn sinn í Kara Connect.

Það er mikilvægt að setja inn sérfræðiþekkingu og helstu starfssvið í prófílinn þinn svo skjólstæðingar geti skoðað þjónustuna sem þú býður upp á og fundið prófílinn þinn í leit og síu.

  1. Smelltu á nafnið þitt efst í hægra horni
  2. Smelltu á Stillingar
  3. Farðu í Faglegar upplýsingar í valmyndinni til vinstri
  4. Smelltu á Breyta takkann hægra megin við Sérfræðingur
  5. Bættu við prófílmynd
  6. Bættu við starfstitli, við mælum með því að velja titil úr listanum. Ef það er enginn titill í listanum sem á við þig þá getur þú skrifað hann inn og smellt á Enter
  7. Bættu við sérfræðiþekkingu, við mælum með því að velja sérfræðiþekkingu úr listanum. Ef það er enginn þekking í listanum sem á við um þig þá geturu skrifað hana inn og smellt á Enter
  8. Veldu helstu starfssvið úr listanum
  9. Settu inn þau tungumál sem þú býður upp á í þinni þjónustu
  10. Settu inn staðsetningu þjónustunnar
  11. Smelltu á Vista

Bæta við menntun

Smelltu á Skrá menntun + og bættu við þinni menntun.

 

Bæta við texta um mig

Smelltu á Bæta við lýsingu og settu inn texta um þig og þjónustuna sem þú býður upp á. Dragðu músina yfir textann til að fá upp valmynd til að breyta eða laga sniðið á textanum. 

Skoða prófíl

Þegar þú hefur fyllt út prófílinn þinn getur þú smellt á Skoða prófíl takkann til að sjá hvernig prófílinn þinn lítur út.