Þessi grein útskýrir hvernig þú óvirkjar sérfræðingaaðganginn þinn í Kara Connect
🚨 Þessar leiðbeiningar sýna ekki hvernig þú óvirkjar teymið þitt í Kara Connect. Ef þú vilt óvirkja teymið þitt skaltu fara í Stillingar > Fyrirtækjastillingar > Upplýsingar um starfsstöð og neðst skaltu smella á Óvirkja fyrirtæki.
Til þess að óvirkja aðganginn þinn í Kara Connect skaltu fylgja þessum skrefum:
- Byrjaðu á að skrá þig inn á reikninginn þinn hér
- Ýttu á nafnið þitt efst í hægra horni
- Smelltu á Stillingar
- Smelltu á Öryggisstillingar
- Þar undir getur þú svo smellt á Óvirkja aðgang
Áður en þú gerir reikninginn þinn óvirkann þá:
- Aðeins virkur stjórnandi í viðkomandi teymi í Köru getur virkjað aðganginn þinn
- Eftir að þú hefur óvirkjað aðganginn þinn þá verður þú útskráð/ur úr Köru og getur ekki skráð þig inn aftur
- Skjólstæðingar þínir munu ekki geta séð þig í Köru, en allar upplýsingar um fyrrum fundi og aðrar upplýsingar verða enn tiltækar
- Ef þú ert eini stjórnandi í þínu teymi í Köru ættir þú að gefa öðrum starfsmanni þann aðgang
- Það er á þína ábyrgð að óvirkja þinn aðgang í Köru og ber Kara Connect enga ábyrgð á neinum gögnum sem kunna að glatast á viðkomandi reikningi