Sérfræðingur - Íslenskar leiðbeiningar
  1. Help Center
  2. Sérfræðingur - Íslenskar leiðbeiningar

Samþykki skjólstæðinga / Skilmálar

Í þessari grein er farið yfir það hvernig þú setur upp skilmála í Kara Connect sem skjólstæðingar þínir þurfa að samþykkja áður en þeir fá þjónustu frá þér. 

Vegna Evrópulöggjafar um meðferð persónuupplýsinga (e. General data protection regulation) þurfa fyrirtæki að afla samþykkis skjólstæðinga sinna sem heimilar sérfræðingum fyrirtækisins að vinna og meðhöndla persónulegar upplýsingar um þá. Þegar þessi viðbót er virkjuð þurfa skjólstæðingar að samþykkja vinnsluna.

Setja inn skilmála

Það er á þinni ábyrgð að setja þína skilmála inn í kerfið sem skjólstæðingar þurfa að samþykkja áður en þeir fá þjónustu frá þér. 

  1. Smelltu á nafnið þitt efst í hægra horni
  2. Smelltu á Stillingar
  3. Smelltu á Viðbætur í valmyndinni til vinstri
  4. Smelltu á Samþykki skjólstæðinga (þarft að ýta á "+" til að virkja viðbótina ef það hefur ekki verið gert)

Screenshot 2023-03-15 at 10.35.52

Þegar viðbótinni hefur verið bætt við þá getur þú:

  • Bætt við þínum eigin skilmálum og persónuverndarstefnu
  • Þú getur breytt tillögunni sem Kara er með í boði og aðlagað að þínum rekstri 

⚠️ Hér getur þú hlaðið niður sniðmáti að skilmálum sem þú getur breytt og sérsniðið að þínum þörfum. 

  1. Inni í Viðbætur
  2. Ýttu á bláa pennann hjá Samþykki skjólstæðinga
  3. Með því að ýta á "+" þá bætir þú við skilmálum
  4. Afritaðu skilmála þína og límdu inn í textagluggann
  5. Smelltu á Vista




Ábending: Það er mikilvægt að haka við Nauðsynlegt samþykki ef skjólstæðingar þínir þurfa að samþykkja skilmálana áður en þeir sækja þjónustu hjá þér.