1. Help Center
  2. Sérfræðingur - Íslenskar leiðbeiningar

Fá samþykki skjólstæðinga

Stilltu þína skilmála, settu þá inn í Köru og fáðu samþykki skjólstæðinga áður en tíminn á sér stað

Vegna Evrópulöggjafar um meðferð persónuupplýsinga (e. General data protection regulation) þurfa fyrirtæki að afla samþykkis skjólstæðinga sinna sem heimilar sérfræðingum fyrirtækisins að vinna og meðhöndla persónulegar upplýsingar um þá. Þegar þessi viðbót er virkjuð þurfa skjólstæðingar að samþykkja vinnsluna.

Setja upp þína skilmála

Það er þín ábyrgð að vera með viðeigandi skilmála á milli þín og skjólstæðings til að vernda báða aðila. Þú hefur tök á því að hlaða upp þínum eigin skilmálum og fá þar með skjólstæðinga til að lesa þá yfir og samþykkja áður en þeir fara í fyrsta tímann hjá þér.

  1. Byrjaðu á að skrá þig í Köru
  2. Farðu í nafnið þitt uppi í hægra horninu og í stillingar
  3. Ýttu á viðbætur (þarft að ýta á "+" til að virkja samþykki skjólstæðinga ef það hefur ekki verið gert)

Screenshot 2023-03-15 at 10.35.52

Þegar viðbótinni hefur verið bætt við þá getur þú:

  • Bætt við þínum eigin skilmálum og persónuverndarstefnu
  • Þú getur breytt tillögunni sem Kara er með í boði og aðlagað að þínum rekstri 
  1. Vertu inni í viðbætur
  2. Ýttu á bláa pennann hjá samþykki skjólstæðinga
  3. Með því að ýta á "+" þá bætir þú við skilmálum
  4. Þegar þeir eru tilbúnir þá ýtir þú á vista


    Screenshot 2023-03-15 at 10.38.32