Það er hægt að stilla kröfurnar sem setta eru á skjólstæðinga og verður farið yfir hvernig það er gert hér
Áður en skjólstæðingar bóka hjá þér tíma gætir þú viljað fá einhverjar upplýsingar um þá sem þú vilt hafa áður en tími á sér stað.
Þegar viðskiptavinur er að bóka hjá þér tíma verður hann beðinn að bæta við viðbótarupplýsingum áður en fundurinn getur átt sér stað. Vinsamlegast athugið að biðja einungis um upplýsingar sem þú telur þörf á þar sem of margar kröfur getur skapað of langt ferli fyrir skjólstæðinginn.
Kröfur sem hægt er að setja á skjólstæðinginn eru:
- Heimilisfang
- Sími
- Kyn
- Kennitala
- Fæðingardagur
- Land
- Skilaboð
- Ósk um tegund fundar (fjar- eða staðfundur)
- Krafa um greiðslukort
Til að virkja þessar kröfur þarftu að gera eftirfarandi:
- Ýttu á nafnið þitt uppi í hægra horninu og þar undir "stillingar"
- Ýttu á aðgengi skjólstæðinga vinstra megin í stikunni
- Neðst niðri á þeirri síðu undir "upplýsingar skjólstæðinga" > ýttu á breyta
- Virkjaðu þær kröfur sem þú vilt setja
Hafðu í huga að þú þarft mögulega ekki að virkja allar kröfurnar. Við mælum með að virkja einungis þær kröfur sem þú þarft til þess að hafa fund með skjólstæðingi þínum.