Þessi grein mun útskýra hvernig eigi að búa til hóp til að tengja svo við velferðartorg
Til þess að tengja þig við velferðartorg þarftu að búa til "hóp". Þessi hópur gerir okkur svo kleift að tengja þinn prófíl og þjónustur við viðkomandi velferðartorg.
Starfsmaður frá Köru Connect mun upplýsa þig um hvert nafn hópsins á að vera. Fyrir þetta dæmi munum við notast við "ACME Hub".
Til þess að setja inn þessar stillingar þarft þú að vera stjórnandi.
Að búa til hóp
- Skráðu þig inn í Köru
- Farðu í stillingar > starfsfólk
- Farðu svo í hópar og ýttu á "plúsinn" til að bæta við hóp
- Búðu til nafn á hópinn (sem dæmi notumst við hér við ACME HUB) (Vinsamlegast athugaðu að nafn hópsins verður gefið af starfsmanni frá Köru)
- Ýttu svo á "bæta við hópi"
Bæta sérfræðingum úr teymi í hóp
Það gæti komið upp sú staða að þú ert með marga sérfræðinga sem munu fara inn á velferðartorg eða jafnvel einungis einn úr teyminu. Þú verður að ganga úr skugga um að sérfræðingurinn sem á að vera á viðkomandi velferðartorgi sé tengdur í þann hóp.
- Farðu í stillingar > starfsfólk
- Nú hefur þú yfirlit yfir alla virka sérfræðinga í teyminu (ef þú ert ein/n í fyrirtæki sérðu einungis þig)
- Farðu með bendilinn yfir nafn sérfræðingsins sem þú vilt bæta við hópinn
- Ýtti á bláa pennann til að breyta viðkomandi sérfræðingi
- Undir "hópar" veldur hópinn sem þú varst að búa til
- Ýttu á vista
Til að staðfesta að viðkomandi sérfræðingur hafi verið bætt við hópinn farðu í hópar og ýttu á "+" fyrir framan nafnið á hópnum og þú munt sjá alla meðlimi sem hafa verið tengdir við hópinn.
Að bæta við og úthluta þjónustu á hóp velferðartorgs
Nú er komið að því að tengja þjónustuliðina þína við réttann hóp. Ef þjónusturnar þínar eru ekki tengdar við hóp sem er búið að tengja við velferðartorgið þá geta skjólstæðingar ekki bókað hjá þér tíma.
- Farðu í stillingar > þjónusta (vinstra megin)
- Hér sérðu lista yfir allar þínar þjónustur
- Færðu bendilinn yfir þá þjónustu sem þú vilt bæta við og ýttu á bláa pennann
- Undir hópar, bættu við þeim hópi sem þú vilt tengja þá þjónustu við
- Vertu viss um að þjónustan sé rétt verðsett og með réttum gjaldmiðli
- Vertu viss um að hafa kveikt á sýnilegt í opnu dagatali að skjólstæðingar geti bókað
- Ýttu á vista
Fyrir frekari upplýsingar um hvernig þú bætir við þjónustu ýttu hér