Hér verður farið yfir þau skref sem þarf að ljúka til að bæta við þinni þjónustu og prófíl á velferðartorg
Áður en sérfræðingur er tengdur við velferðartorg þarf að ganga úr skugga um að prófíllinn sé uppsettur. Hér verður farið yfir allt sem þú sem sérfræðingur þarft að vita og gera til þess að vera rétt uppsett/ur. Ef þú hefur notað Köru Connect áður gætu allar þessar stillingar verið réttar en skoðaðu endilega listann til að tryggja það.
Vinsamlegast athugaðu að áður en þú getur farið á velferðartorg mun þjónustuteymi Köru hafa samband og bjóða þér að koma á velferðartorg.
-
Skráðu þig inn á Köru Connect reikninginn og gakktu úr skugga að prófíllinn þinn er rétt uppsettur til að fá bókanir. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
-
Stilltu dagatalið þitt sem hentar þínum rekstri. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
- Faglegar upplýsingar, gefðu skjólstæðingum upplýsingar um þig sem sérfræðing og hvað þeir geta leitað til þín með. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
- Prófíl mynd, gott er að setja inn góða prófílmynd í lit. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
- Búðu til hóp, sem verður svo tengdur við velferðartorgið. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
- Þjónustuliðir, gakktu úr skugga að allir þjónustuliðir séu rétt uppsettir til að vera tengdir við umrætt velferðartorg. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
- Kröfur á skjólstæðinga, vertu viss um að þú sért með viðeigandi kröfur á skjólstæðinga. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
- Samþykki skjólstæðinga, það er mikilvægt ef þú ert með skilmála sem skjólstæðingar þurfa að samþykkja fyrir tímann að það sé uppsett. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
- Greiðslur í gegnum Köru, þú þarft að stilla hvernig þú vilt fá greitt fyrir tímana þína sem þú munt vera með í gegnum Köru. Fyrir frekari upplýsingar smelltu hér
Hvernig get ég orðið hluti af velferðartorgi?
- Núverandi notandi á Köru Connect: Hefur þú áhuga á að bjóða fram þína þjónustu á velferðartorgi þá getur þú haft samband við okkur með því að fylla út þetta eyðublað hér og um leið og eitthvað fyrirtæki í samstarfi við Köru biður um sérfræðing með þína reynslu og sérgrein munum við hafa samband.
- Nýr notandi á Köru Connect: Ef þú ert ekki að nota Köru Connect og hefur áhuga á að bjóða fram þína þjónustu á velferðartorgi máttu fylla út þetta eyðublað hér og mun þjónustuteymið okkar hafa samband við þig.