1. Help Center
  2. Sérfræðingur - Íslenskar leiðbeiningar

Hvað eru viðbætur

Viðbætur sem þú getur virkjað til að auka enn frekar möguleika Köru.

Kara hefur í boði viðbætur sem hægt er að virkja

  • SMS áminningar, hægt er að sérsníða þessar áminningar með því að ýta á pennann. Hægt er að sérsníða skilaboðin með ýmsum breytum og hversu mörgum klukkustundum fyrir tímann SMS skal berast til skjólstæðings.
  • Samþykki skjólstæðinga, vegna Evrópulöggjafar um meðferð persónuupplýsinga (e. General data protection regulation) þurfa fyrirtæki að afla samþykkis skjólstæðinga sinna sem heimilar sérfræðingum fyrirtækisins að vinna og meðhöndla persónulegar upplýsingar um þá. Þegar þessi viðbót er virkjuð þurfa skjólstæðingar að samþykkja vinnsluna.
  • Köru greiðslur, með þessari viðbót getur þú byrjað að taka við greiðslum frá skjólstæðingum þínum. Kara greiðslur er greiðslukerfi Köru sem unnið er í samvinnu við alþjóðlega greiðslukerfið Stripe. Þú virkjar þessa viðbót, setur inn upplýsingar um rekstur þinn og banka og greiðslur verða svo lagðar sjálfkrafa beint inn á bankareikning þinn. Einfaldara getur það ekki verið!
  • Rými/aðföng, skráðu rými eða aðföng, sem hægt er að nota í tímum með skjólstæðingum. Skjólstæðingar sjá ekki valdar staðsetningar eða tæki.
  • Aðrar greiðslur, sérfræðingar geta skráð mismunandi greiðslur á tímum með því að stilla inn möguleikana á að greiða með pening, posa eða öðrum leiðum.
  • Hóptímar, tengstu 2 eða fleiri skjólstæðingum í gegnum hóptíma
  • Rafræn skílríki, í kröfum Landlæknis um fjarheilbrigðisþjónustu er gerð krafa um notkun rafrænna skilríkja. Með því að virkja þessa viðbót geta sérfræðingar í fyrirtæki þínu og skjólstæðingar þeirra notað rafræn skilríki við innskráningu í Köru. Skjólstæðingar geta enn notast við tölvupóst og lykilorð við innskráningu kjósi þeir að gera það. Sérfræðingur sér í myndfundi hvort að skjólstæðingur hafi notast við rafræn skilríki.